Færsluflokkur: Bloggar
13.2.2007 | 00:18
Jón Ásgeir á hlaupum með Bónuspoka
Enn einu sinni birtist Jón Ásgeir Jóhannesson í fréttum á harðahlaupum undan sjónvarpsmönnum; af hverju stendur maðurinn aldrei kjur á meðan rætt er við hann í sjónvarpi? það myndi óneitanlega koma betur út fyrir hann; það orkar nefnilega illa á áhorfendur að sjá mann flýja myndavél, það er engu líkara en hann hafi eitthvað að fela, eins og hann vilji ekki láta sjá framan í sig, vilji ekki horfast í augu við okkur; maður hefur allt aðra tilfinningu fyrir manni sem stendur keikur frami fyrir myndavélinni, hleypir fréttamanninum að sér og svarar spurningum hans.
Það var þó snilld að mæta með Bónuspoka í dómsalinn. Með honum talaði Jón Ásgeir til þeirra áhorfenda sem hafa líklega mesta samúð með málstað hans, Bónusverslandi almennings sem er jú sennilega meirihluti þjóðarinnar eða hátt í það. Hingað til hefur málið jú ekki síst snúist um almenningsálitið og Bónuspokinn vinnur tvímælalaust samkeppnina um það við svarbláu kuflana sem valdakerfið skartaði í dómsalnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 22:34
Sturla, leggjum peningana í eitthvað sem borgar sig
Bloggar | Breytt 13.2.2007 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 12:56
Framsókn er að hverfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 11:52
Kolla er langbest!
Best að svara spurningunni sjálfur: Kolbrún Bergþórsdóttir er langbesti menningarblaðamaður Íslands, hún er með puttann á púlsinum, hefur margoft opnað algjörlega nýja sýn á íslenska menningu, hún skilur bókmenntir, hún þekkir höfunda, hún er inni í nýjustu teoríunni, hún veit hvað er að gerast í hugmyndafræði samtímans, hún kann þar að auki að skrifa Q&A-viðtöl, rétt eins og henni veitist ótrúlega auðvelt að skila flóknum heimi menningarinnar til lesenda sinna á einfaldan og skiljanlega hátt, á máli fólksins, án orðhengilsháttar fræðimanna, án þess að þurfa endalaust að slá um sig með útlenskum fræðihugtökum; svo útdeilir hún kúpunum sínum af einstakri mannúð; Kolla er menningarblaðamaður eins og við viljum hafa þá, blátt áfram, alþýðleg, frábærlega skýr
eða hvers vegna hefur enginn af 23 lesendum þessa bloggs hingað til svarað spurningunni? er þetta ekki mikilvæg spurning? skipta menningarblaðamenn ekki máli? hvar værum við án þeirra?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 23:09
Kolla kúpa tilnefnd
Ein spurning fyrir svefninn: Er Kolbrún Bergþórsdóttir góður menningarblaðamaður?
Bloggar | Breytt 12.2.2007 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 22:52
Framsóknarflokkurinn og nýja pólitíkin
Væri það ljótt af manni að viðurkenna að ákveðin fagnaðartilfinning hríslaðist um kroppinn yfir gengi Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag? Já, kannski, maður á ekki að fagna óförum annarra, en það hefur reyndar mátt greina fögnuð í viðbrögðum fleiri bloggara í dag yfir þessum fréttum og hvað segir það okkur um Framsókn? Það er staðreynd að Framsóknarflokkurinn hefur farið illa að ráði sínu undanfarin ár, einkavinavæðingin í söluferli Búnaðarbankans og stóriðjustefnan eru dæmi sem þarf ekki að tíunda mikið frekar. Jón háseti hefur verk að vinna. Af tilburðum hans hingað til að dæma á honum ekki eftir að verða mikið ágengt. AÐ missa flokkinn niður í 3.9% er auðvitað framistaða sem segir allt sem segja þarf. Reyndar er Framsóknarflokkurinn ótrúlega seinheppinn, núna er engu líkara en hann sitji uppi með Byrgismálið eins og flest klúður í langri sögu samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn hefur jú verið með félagsmálaráðuneytið á sinni könnu. Á meðan Magnús liggur í vörn kemur Geir fram eins og lausnarengill, segist ætla að bregðast við, veit hjálp, áfallahjálp. En auðvitað eru það fyrst og fremst stóriðjumálin sem hafa fælt fylgið frá Framsókn og eina leiðin fyrir flokkinn upp skortöfluna aftur er að breyta málflutningi sínum í þeim efnum, koma með nýjar lausnir, kosningarnar í vor snúast um nýjar leiðir til þess að halda áfram að vaxa, verða betri, fjáðari, mannlegri, menntaðri. Andri Snær lagði m.a. til landbúnað í Draumalandinu. Hvers vegna tók Guðni hann ekki á orðinu? Guðni hefði fengið mörg prik fyrir, þótt hann hefði bara látið nægja að taka undir með Andra. Andri og fólkið allt í Framtíðarlandinu hefur í raun verið að kalla eftir nýrri tegund af pólitík, pólitík sem er ekki hagsmunatengd, ekki byggð upp í kringum ákveðinn geira atvinnulífsins eins og flokkar 20. aldarinnar og ekki rígbundnir við trúarbrögð markaðskerfis eða ríkisrekstrar, hægrimennsku eða vinstrimennsku, heldur pólitík sem fjallar um heiminn eins og hann er núna, um umhverfi mannsins núna, samfélag mannsins núna, og reynir að finna lausnir sem eiga við núna. Stóriðja á ekki við núna. Hún var lausn 20. aldar. Núna erum við að glíma við afleiðingar hennar og þurfum að bregðast við á nýjan hátt. Við þurfum að hugsa öðruvísi og við þurfum að hugsa hratt. Framsóknarflokkurinn er ekki fljótur að hugsa, hann er hægur, hann er að dragast aftur úr. Það er staðreynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 17:38
Staðreyndir án sjálfsævisögu
Pessoa skrifaði sjálfsævisögu án staðreynda, hér verða skrifaðar staðreyndir án sjálfsævisögu.
Byrjum á nokkrum: Pessoa var gott skáld, talsvert betra en Saramago sem fékk Nóbelinn en Pessoa ekki; Jónas var líka gott skáld en Matti Joch leiðinlegt, nema í sjálfsævisögunni sem er þó ekki eins góð og Pessoas, reyndar langt frá því; Íslendingar eru í miklu betri tengslum við umheiminn nú en á tímum Jónasar og Matta, samt erum við langt á eftir, eins og litli feiti pjakkurinn sem var alltaf með besta nestið og átti alltaf nýjasta dótið og nóg af nammi en var alltaf síðastur í leikfimi og þurfti alltaf að sitja eftir vegna þess að sykurneyslan og sjónvarpsgláp fram eftir nóttu drógu úr athyglinni og gerðu hann seinan að hugsa; við erum sein að hugsa; íslensk pólitík er á eftir, íslenskt atvinnulíf er löngu búið að stinga hana af og íslensk menning líka, í íþróttum höfum við alltaf verið síðust, svona nokkurn veginn.
Geir Haarde sagði í Silfri Egils í dag að Hafnfirðingar ættu að samþykkja stækkun álversins í Straumsvík; hann er á eftir, hann er of seinn að hugsa; hann vill frekar vera samkvæmur sjálfum sér og flokknum en að hugsa hratt og fram veginn; trúin á að vera samkvæmur sjálfum sér getur unnið gegn stjórnmálamönnum, hún getur hægt á hugsuninni, seinkað betri lausnum; Geir hefði átt að koma með aðra og betri lausn en stækkun álversins fyrir íslenskt efnahagsástand; þá væri hægt að kjósa hann því Geir er með viðkunnanlegustu stjórnmálamönnum sem komið hafa fram á sjónarsviðið hér á landi í áraraðir, einstaklega gæðalegur maður; en hann verður að gera betur en þetta, hann þarf að hugsa hraðar, við þurfum á því að halda. Það er staðreynd!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)