Standandi klapp

Fór á frumsýningu Íslenska dansflokksins í gærkvöldi, hún var ágæt, og auðvitað var á endanum risið úr sætum og klappað fyrir dönsurunum, ekki vegna þess að þeir ættu það endilega skilið heldur vegna þess að það myndaðist þessi spenna í fótleggjum áhorfendanna sem á endanum virðist alltaf eða nánast undantekningalaust sprengja þá upp úr sætunum klappandi og jafnvel húrrandi og hóandi;

Það er misskilningur að sýningar eigi alltaf að fá standandi klapp;

Sýningar eiga bara að fá standandi klapp og hó ef þær eru einstaklega góðar, framúrskarandi;

Standandi klapp á kannski við á einni eða tveimur sýningum á ári!

Þó oftar hjá Dansflokknum en Leikfélaginu, eða íslensku leikhúsi yfirleitt;

En, í guðanna bænum reynið að sitja á ykkur næst nema sýningin hafi verið hreinsta snilld!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband