16.2.2007 | 17:22
Sund í myrkri
Myrkvaðir matsölustaðir eru að slá í gegn í Kína; fólk hellir niður á hvert annað og þarf að treysta á bragðskynið við að bera kennsl á matinn en á móti fá viðskiptavinir að þreifa á þjónunum; þetta er frábær hugmynd! Kínverjar eru að stinga okkur af; við þurfum að leggja höfuðið í bleyti; hvað með oflýst kaffihús sem neyðir fólk til að loka augunum og treysta á heyrn og þreyfiskyn! nei, of líkt kínversku hugmyndinni; þöglar bíómyndir! nei, búið að gera það; þöglir tónleikar! hmm? sennilega búið að gera það líka; bílaverkstæði í þyngdarleysi! já! það gæti virkað; eigandinn fengi að sitja í bílnum á meðan; enn betra væri líkamsrækt í þyngdarleysi, hárgreiðsla í sundlaug, sund í myrkri væri líka skemmtilegt ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.