Páll Valsson hćttur hjá Eddu ...

Já, heyrst hefur ađ Páll Valsson sé hćttur sem útgáfustjóri Eddu-útgáfu, hann muni ţó sitja í svokölluđu útgáfuráđi og sinna ritstjórn í lausamennsku; líklegast er ađ enginn verđi ráđinn í stöđu Páls sem útgáfustjóri fagurbókmennta, útgáfuráđiđ muni marka stefnuna.

Fyrir áramót hćtti Kristján B. Jónasson hjá Eddu-útgáfu en ţeir Páll voru sennilega einu alvöru bókmenntamennirnir sem eftir voru hjá Eddu.

Hvađ ţýđir ţetta? Ţurfa bókaútgáfur ekki lengur ađ hafa góđa bókmenntamenn innan sinna vébanda? Mun útgáfustefnan verđa markađsdrifnari? Ţegar eru komin fram merki um ţađ ţví ađ til dćmis útgáfa á bókmenntaţýđingum, einkum klassískum verkum, hefur dregist saman síđustu misseri, var sama sem engin hjá stóru útgefendunum á síđasta ári. Ţeir segja ađ ţessar bćkur seljist ekki nćgilega vel. Hiđ sama er reyndar ađ gerast í Skandinavíu.

Orđrómur er um ađ miklar sviptingar verđi í íslenska útgáfubransanum á ţessu ári, spurning hvort frekari  breytinga sé ađ vćnta hjá Eddu, enn frekari niđurskurđar kannski. Og ţá er ekki ólíklegt ađ metnađurinn í Jóhanni Páli Valdimarssyni gjósi upp, spurning hvort ţađ verđur bókmenntalegur eđa markađslegur metnađur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband