Styttingur um klám

Íslendingar eru að verða óþægilega kórréttir í hugsun; nýjasta dæmið er klámráðstefnan; hver talsmaðurinn og pólitíkusinn étur það upp eftir öðrum að það eigi að stöðva þetta fólk við landamærin, senda þau heim með skömm, við viljum ekkert klám hér; og alls ekki barnaklám!

Nei, auðvitað viljum við ekki barnaklám og ekkert kynferðislegt ofbeldi, ekki mansal og nauðganir eða vændi; en hefur einhver spurt þetta fólk hvort það ætli að fjalla um eða prómótera með einhverjum hætti barnaklám, vændi, mansal eða annað ofbeldi? maður hefur ekki orðið var við það;

skilja má á fréttum að hér sé um að ræða hóp af áhugafólki um klám sem ætli að hittast hér til þess að skemmta sér; líklega er það ekki ólöglegt; fólkið tekur líklega myndir af hvert öðru fáklæddu; það er heldur ekki ólöglegt; kannski fer það í dónalega leiki; ætli það kunni til dæmis stytting? það er leikur fyrir karlmenn og vanalega leikinn í Skagafirði, á Reykjaströnd, tengist sögunni um Gretti, segi ekki meir ... hann er ekki ólöglegur en sumum þykir hann dónalegur; hið sama á væntanlega og vonandi við um það sem ráðstefnugestir ætla að taka sér fyrir hendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband