12.2.2007 | 11:52
Kolla er langbest!
Best að svara spurningunni sjálfur: Kolbrún Bergþórsdóttir er langbesti menningarblaðamaður Íslands, hún er með puttann á púlsinum, hefur margoft opnað algjörlega nýja sýn á íslenska menningu, hún skilur bókmenntir, hún þekkir höfunda, hún er inni í nýjustu teoríunni, hún veit hvað er að gerast í hugmyndafræði samtímans, hún kann þar að auki að skrifa Q&A-viðtöl, rétt eins og henni veitist ótrúlega auðvelt að skila flóknum heimi menningarinnar til lesenda sinna á einfaldan og skiljanlega hátt, á máli fólksins, án orðhengilsháttar fræðimanna, án þess að þurfa endalaust að slá um sig með útlenskum fræðihugtökum; svo útdeilir hún kúpunum sínum af einstakri mannúð; Kolla er menningarblaðamaður eins og við viljum hafa þá, blátt áfram, alþýðleg, frábærlega skýr
eða hvers vegna hefur enginn af 23 lesendum þessa bloggs hingað til svarað spurningunni? er þetta ekki mikilvæg spurning? skipta menningarblaðamenn ekki máli? hvar værum við án þeirra?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.