Færsluflokkur: Pólitík

Hraustleikamerki á Samfylkingunni?

Spurningin er hvort það sé hraustleikamerki á Samfylkingunni að vera ekki samkvæm sjálfri sér, að "leyfa" mismunandi skoðunum á Straumsvíkurmálinu og ýmsum öðrum málum að vera í umferð; margir telja þetta merki um sundurlyndi innan flokksins; en er flokksaginn endilega betri? hvers vegna þarf eða á stjórnmálaflokkur, sem er fjöldahreyfing, að vera samkvæmur sjálfum sér? hvernig getur hann verið samkvæmur sjálfum sér? nema þá með því að flokksforystan beiti harkalegum aga, jafnvel ógnaraga? þar sem ógnaragi ríkir eru fótgönguliðar og raunar allir nema foringinn ætíð hræddir um að missa stöðu sína, vera útilokaðir; er skoðanafrelsið þá ekki betra? er skoðanafrelsið sem Lúðvík Geirsson lýsti í fréttum á RÚV í kvöld ekki gott? og til þess gert að hugmyndir komist á kreik? eru flokkar sem eru ekki alltaf með hugann við það að vera sjálfum sér samkvæmir meira skapandi? róttækari? er það að vera sjálfum sér samkvæmur ekki annað orð yfir það að vera íhaldssamur?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband